L’Oréal Hydra Genius // Launch Party

L’Oréal Hydra Genius // Launch Party

Hydra Genius er nýjung frá L’Oréal sem var að lenda í verslunum hérlendis. L’Oréal á Íslandi fagnaði með glæsilegum viðburði þar sem varan var kynnt.

Hydra Genius er krem í vökvaformi og er því ekki líkt hinu hefðbundna rakakremi. Kremið verður vatnskennt við snertingu húðarinnar en létt formúlan er fljót að dragast inn í húðina og á því að halda raka í allt að 72 tíma. Formúlan er rík af Aloe Water og Hyaluronic Acid en inniheldur einnig Glycerin sem gerir vöruna að frábærum farðagrunni.

Kvöldið var stórskemmtilegt. Mikið var lagt í skreytingar í stíl við vöruna, Valdís bauð upp á ljúffengan ís en það sem sló rækilega í gegn var photo-booth og flamingóinn frægi! Í myndbandinu hér að neðan kynni ég stuttlega vöruna en í lok myndbandsins má sjá stutt brot frá viðburðinum sjálfum.

Takk kærlega fyrir mig L’Oréal á Íslandi!

 

Follow:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *