AUÐVELD FÖRÐUN MEÐ BECCA COSMETICS

AUÐVELD FÖRÐUN MEÐ BECCA COSMETICS

HÆ!

Færslan er ekki kostuð en tvær vörur í myndbandinu voru gjafir, þær eru merktar með * í listanum hér að neðan.

Í tilefni þess að BECCA Cosmetics er loksins lent hér á landi langaði mig til að henda í eina auðvelda förðun með vörum frá merkinu.

Ég kynntist BECCA fyrir rúmlega tveimur árum þegar Jaclyn Hill gerði hinn fræga Champagne Pop Highlighter í samstarfi við merkið. Auðvitað þurfti ég að eignast hann eins og aðrir snyrtivörufíklar og þar með var ekki aftur snúið. Síðan þá hef ég nælt mér í nokkrar vörur frá merkinu og fer safnið stækkandi.

BECCA lenti hér á landi núna um miðjan október síðastliðinn en í tilefni þess var mér og öðrum áhrifavöldum boðið á ótrúlega flottan og skemmtilegan viðburð þar sem vörurnar voru kynntar og Harpa Káradóttir förðunarfræðingur sýndi okkur fallega förðun. Ég nældi mér svo í nokkrar vörur eftir viðburðinn en BECCA er selt í Lyf og Heilsu Kringlunni og Hagkaup Kringlunni.

Förðunin í myndbandinu er MJÖG auðveld en þar sýni ég ykkur þær vörur sem ég á frá merkinu og hvernig ég nota þær.

xo

Vörulisti:

Backlight Priming Filter

First Light Priming Filter

Under Eye Brightening Corrector*

Aqua Luminous Perfecting Foundation

Ultimate Coverage Concealing Créme

Shimmering Skin Perfector Liquid í litnum Opal

The One Perfecting Brush*

Soft Light Blurring Powder í litnum Golden Hour

Shimmering Skin Perfector Poured Créme í litnum Topaz

Shimmering Skin Perfector Pressed í litunum Champagne Pop og Moonstone

 

Follow:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *